MARKMIÐ
- Að efla grunnfærni nemandans í stærðfræði (talnareikningi).
- Að styrkja hugarreikning og talnameðhöndlun.
- Þjálfuð er samlagning, frádráttur, margföldun og deiling
- Þjálfað er í stærðunum 1-10
Áhersla er lögð á að nemandinn nái hraða. Markmiðið er að talnameðhöndlun verði ómeðvitaðri og liprari.
ÆFINGASKIPULAG
Rannsóknir sýna að stuttar, einbeittar æfingar geta skilað mun meiri árangri en langar. Einnig er mikilvægt að æfa oft.
Því mælum við með stuttum, daglegum æfingum.
- 3-5 umferðir á dag (lágmark)
- Alla virka daga (eða 5x í viku)
- Mikilvægt er að æfa hvert borð það oft að nemandinn "kunni" svörin
Æfingatími hvers borðs fer að sjálfsögðu eftir aldri og getu nemandans.
Þjálfunartíminn getur því verið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði.
Ávinningurinn er ávallt margfaldur, þar sem nemandinn nýtur góðs ef meiri hraða og sjálfsöryggi um ókomin ár.
Við mælum því eindregið með amk. 3-5 umferðum daglega (virka daga) í sama borðinu.
Endurtaka skal sama borðið þar til nemandinn öðlast öryggi og færni; nær flæði.
Markmiðið er að eyða hiki og talningum og auka snerpu og sjálfvirka svörun.
Æfið aðeins eitt borð í einu.
Til að rugla ekki nemandann í ríminu er mikilvægt að einbeita sér aðeins að einu borði á hverjum tíma (jafnvel nokkra daga).
Í hve marga daga skal æfa hvert borð?
Sérstakur "hraðamæli" eða "taktmælir" birtist í lok hverrar æfingar. Markmiðið er að hafa hann nokkuð sléttan, en það er merki um stöðugan hraða.
Hæð súlunnar táknar hraðann svo best er að hafa súlurnar sem lægstar. Ef súlurnar eru misháar þá er það vísbending um að barnið sé að telja eða erfiða með dæmin og því skal æfa lengur.
Á þessari mynd sést að nemandinn er óstöðugur í hraða sem þýðir að hann hefur ekki náð nógu góðum tökum á borðinu til að fara í það næsta.
SÆKTU APPIÐ!
Æfingarnar fara fram í "appi" sem þú sækir með því smella á hnappana hér að neðan.
Þegar þú kveikir á forritinu í fyrsta sinn þarftu að skrá þig inn með sömu notendaupplýsingunum sem við sendum þér í tölvupósti (og þú notar til að skrá þig inn á þennan vef).
Þú þarft ekki að skrá þig inn á þessa síðu til að stunda æfingarnar, nóg er að ræsa appið úr spjaldtölvunni eða snjallsímanum.
MIKILVÆGT: Þú skalt vera í tölvunni/símanum sem appið á að fara í. Þú getur farið inn á þessa síðu í hvaða tæki sem er.