Er reiknað á fingrum? Margföldun erfið?
Ekkert mál. Forritið er hannað fyrir Android og iOS sem tryggir frábæra upplifun og árangur í sérhvert sinn.
Fartölvan dugar að sjálfsögðu líka.
Markmiðið með Reiknum hraðar er ekki að reikna rétt (það er auðveldi hlutinn)...heldur að reikna hratt.
Þannig helst athygli nemandans á því sem skiptir máli í kennslunni: Aðferðunum.
Reiknum hraðar er hannað til að skila hámarksárangri á sem skemmstum tíma.
Margir eyða miklum tíma í heimalærdóm eingöngu vegna þess að hugarreikningur vefst fyrir þeim. Það tekur tíma að telja á fingrum.
Myndræn framsetning einfaldar æfingarnar og eykur árangur.
Ekkert að lesa, ekkert að skrifa, enginn innsláttur.
Nemendur sem reikna nær eingöngu á fingrum (eða telja) læra sjaldnast margföldun.
Það getur valdið miklum erfiðleikum þegar stærðfræðin þyngist.
Þetta er vítahringur sem sjaldnast er hægt að takast á við innan skólans, því ekkert kemur í staðinn fyrir markvissar, daglegar heimaæfingar á þessu stigi.
Grunnaðgerðir stærðfræðinnar lagast ekki af sjálfu sér. Börn læra heldur ekki margföldun hjá einkakennara 1x í viku. Það þarf þjálfun og ekkert annað en þjálfun. Þú velur leiðina
Kaupa áskriftReiknum hraðar
Þjálfunarnámskeiðið verður til af illri nauðsyn. Þegar ég hafði hitt foreldra nemenda lýsa sama vandanum, ár eftir ár, ákvað ég að gera eitthvað eitthvað í málinu.
Frá árinu 2004 hefur Betra nám verið til staðar fyrir foreldra barna sem glíma við námsörðugleika.
Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson og er stofnandi Betra nám.
Ég er með Diploma frá Alþjóðlegu Davis lesblindusamtökunum (DDAI), Diploma í dáleiðslu og Bsc. í tölvunarfræði.
- Kolbeinn Sigurjónsson